Leonardo da Vinci - Lifelong Learning Programme

Iceland

From WorkMentor
Jump to: navigation, search

Work Mentor - Starfsfóstri / Starfsfóstra

Verkefnið Work Mentor er svokallað yfirfærsluverkefni innan Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins.

Bæklingur á íslensku um Workmentor verkefnið, útsíða.
Bæklingur á íslensku um Workmentor verkefnið, innsíða.

ECVET

WorkQual verkefnið er nýtt verkefni sem fer af stað í september 2014 og stendur í tvö ár.
Hér er umsóknin um verkefnið, opnist í Adobe Reader.

Stjórn verkefnisins og uppruni.

VMA, Verkmenntaskólinn á Akureyri, stýrir verkefninu.
Hugmyndin að því kemur frá Gower College Swansea í Wales, Riverside Training í Hereford í Englandi og IFSAT í Hollandi.
Glærur með kynningu á verkefninu á íslensku.

Kynning hjá Samtökum atvinnurekenda á Akureyri í október 2011.

Glærur um verkefnið þegar því er lokið, kynning á kennarafundi í VMA í maí 2014.

Um hvað er verkefnið?

Work Mentor verkefnið gengur út á að yfirfæra Mentora fræðslu sem hefur verið notuð í ýmsum tilgangi í Swansea í Wales, svo sem þegar eldri nemendur læra að vera Mentorar/ fóstrar / fóstrur yngri nemenda sem oft eiga við erfiðleika að stríða í náminu eða félagslega.

Í Work Mentor verkefninu mun slíkt fræðsluefni yfirfærast á þær aðstæður sem eru á vinnustöðum þegar starfsmaður á vinnustað fær það verkefni að vera nýliða eða nemanda í vinnustaðanámi innan handar. Slíkur Work Mentor kallast starfsfóstri / starfsfóstra á íslensku.
Á ensku, frásögn af vinnunni við verkefnið.

Námsheimsókn 230 í mars 2013 fjallaði um aðgerðir gegn brottfalli. Farið til Hollands að fræðast um það.

Gögn varðandi vinnu við nám í flutningagreinum.

Gögn um samstarf við Charlottenlund Videregaende Skole.

Big Bang verkefni fjallar um tengda hluti.

Nokkur skjöl um þróunarverkefni um nám í bifreiðasmíði og bílamálun við VMA, unnið á vorönn 2013.


Fólkið sem tekur þátt á vegum VMA.

Jóhannes Árnason er verkefnisstjóri, netfangið er jarn@vma.is

Ketill Sigurðarson hefur meðal annars unnið með nemendum í almennu vinnustaðanámi ATF195A og ATF295A sem hluta af almennri námsbraut til framhaldsskólaprófs. Ketill er trésmíðameistari og hefur kennt byggingagreinar og ýmislegt annað. Netfangið er ketill@vma.is

Kristín Petra Guðmundsdóttir er gullsmíðameistari og hefur meðal annars séð um málmsmíðaþátt í NSK áfanga á almennri braut í VMA. Netfangið er kristinpetra@vma.is

Ferðasögur okkar í VMA á fundina í verkefninu.

Ferðasaga úr undirbúningsferð til Hereford í Englandi í janúar 2011.

Fyrsti fundur í Mumbles / Swansea í Wales í október 2011.

Annar fundur á Stiklastöðum í Þrændalögum í Noregi í maí 2012.

Námskeið og þriðji fundur í Nantes í Frakklandi í lok ágúst 2012.

Námsheimsókn sem Jóhannes tók þátt í um aðgerðir gegn brottfalli. Mars 2013.

Fjórði fundur í Ekenäs í Finnlandi í lok apríl 2013.

Ferð til Brussel á ráðstefnu um vinnustaðanám. Workmentor verkefnið kynnt þar. Ferðasaga og helstu punktar frá ráðstefnunni.

Skólaheimsókn starfsmanna VMA til Hollands í júní 2013.

Um starfsfóstrun á íslensku.

Sturla Jóhann Hreinsson skrifaði grein á vefinn Persona.is um starfsfóstrun.

HRM Ráðgjöf skrifaði STARFSMANNASTJÓRNUN Handbók fyrir stjórnendur, Reykjavík, september 2009, Höfundar: Arney Einarsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Sjá kafla 4.4 bls 22 um starfsfóstra / starfsfóstrur.

Akureyrarbær hefur notað þessar aðferðir í nokkurn tíma.

Lengi býr að fyrstu gerð. 2008 Ingi Rúnar Eðvarðsson og Ingi Bogi Bogason skrifuðu bækling/rit fyrir Samtök Iðnaðarins og Háskólann á Akureyri um starfsmannastjórnun og móttöku nýliða. Sjá bls. 16.

Fyrsti hluti, þarfagreining, könnun á vinnustöðum.

Fyrsti hluti verkefnisins fólst í að fá upplýsingar frá vinnustöðum um það hvernig er tekið á móti nemendum í vinnustaðanámi eða nýliðum á vinnustaðnum. Sami spurningalistinn var lagður fyrir í öllum þátttökulöndunum.
Spurningalisti sem var lagður fyrir vinnuveitendur.
Leiðbeiningar með spurningalistanum.
Niðurstöður úr spurningalistunum voru teknar saman í skýrslu, enska.

Annar hluti, efni til að nota á námskeiði.

Eftir þarfagreininguna var farið í að finna og skrifa efni til að nota á námskeiði. Þessi vinna fólst meðal annars í því að á fundinum á Stiklastöðum var skoðað ýmislegt efni sem samstarfsaðilarnir hafa nýtt sér, meðal annars í mentorafræðslu í skóla eða með vinnustöðum. Nokkuð þurfti að endurskrifa eða skrifa frá grunni. Sumarið 2012 varð til handbók sem leggur grunn að því helsta sem æskilegt er að taka fyrir á námskeiði fyrir starfsfóstra / starfsfóstrur.
Hér er efnisyfirlitið úr handbókinni á ensku.

Þriðji hluti. Pilot fasi, að prufukeyra námskeið fyrir starfsfóstra / starfsfóstrur.

Þriðji hluti verkefnsins felst í að prufukeyra námsefni með því að halda námskeið fyrir verðandi starfsfóstra / starfsfóstrur. VMA vinnur með Akureyrarbæ og ýmsum vinnustöðum á Akureyri. Rætt var við vinnustaðina um að taka að sér nemendur í almennt vinnustaðanám og efnt til námskeiðs í starfsfóstrun. Þá var beðið um að á námskeiðið komi fólk sem mun vinna með nemendunum í vinnustaðanáminu en ekki endilega stjórnendur af vinnustaðnum. Ætlunin er að efla starfsmenn í því að aðstoða nemendur í vinnustaðanámi.

Kynning á prufukennslu, glærur á PDF formi.
Kynning til vinnustaða á almennu vinnustaðanámi og Workmentor verkefni, bæklingur.
Kynning á námskeiði fyrir verðandi starfsfóstra / starfsfóstrur, námskeiðslýsing.
Gögn sem er dreift á námskeiði.
Glærur á namskeiði.
Matslisti starfsfóstra um námskeiðið.
Matslisti / könnun á netinu sem er notuð á vorönn 2013 um námskeiðið.
Námsefnið, handbók á íslensku fyrir leiðbeinendur.
Glærur af vorráðstefnu Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Sagt frá almennu vinnustaðanámi


Gögn til að nota við vinnustaðanámið.

Í framhaldi af námskeiðinu fyrir starfsfóstrana voru sumir þeirra með nemendur í sinni umsjá á vorönn 2013. Til að staðla vinnubrögðin við eftirfylgni og mat á frammistöðu voru útbúin ýmis eyðublöð og leiðbeiningar.

Nauðsynlegt er að hafa kennsluáætlanir í Atvinnufræðiáföngum með hér til að hægt sé að skoða hvað almennt vinnustaðanám gengur út á. Það er það nám sem starfsfóstrarnir koma að í prufukeyrslunni á námskeiðinu fyrir starfsfóstrana.

Kennsluáætlanirnar:
ATF195 á haustönn, kenndur í VMA undirbúningur fyrir vinnustaðadvölina.
ATF295, vinnustaðanámið sjálft á vorönn.


Ýmis gögn varðandi vinnustaðanámið.
Fyrirkomulag starfsfóstrunar, aðalatriði.
Samningur vinnustaðar, VMA og nemanda um vinnustaðanámið.
Samskiptalisti fyrir kennara.
Eyðublað til að kvitta fyrir heimsókn kennara á vinnustað.
Matslisti sem starfsfóstri fyllir út um nemanda.
Dæmi um skírteini sem starfsfóstrar fá eftir námskeið.
Glærur á námskeiði í febrúar 2014.
Glærur um Big - Bang verkefnið í febrúar 2014.
Markmið fyrir nemanda á Lundarseli.
Glærur á námskeiði á Þórshöfn í mars 2014.